Kevin Garnett og Boston Celtics hafa náð saman um nýjan þriggja ára samning. Garnett sem kom til Boston árið 2007 átti frábæra tímabil í vetur og var spilamennska hans í úrslitakeppninni í hæstu gæðum. Einn af stóru bitunum á leikmannamarkaðnum er þá farin en margir sterkir leikmenn eru með lausa samninga.
Garnett, sem var samningslaus í loka þessa tímabils, vakti athygli margra liða enda átti hann frábært tímabil. Kevin Garnett gat ekki hugsað sér að spila fyrir annan þjálfara en Doc Rivers og því stóð val hans milli þess að spila áfram með Boston eða leggja skóna á hilluna frægu.
Samningur Boston og Garnetts er uppá 34 milljónir dollara á samningstímanum en hann var með 21 milljón dollara á síðasta tímabili. Boston losar mikla peninga við þetta og ljóst að þeir geta bætt við sig góðum leikmönnum.
Mynd: Kevin Garnett mun hefja sitt 18. tímabil í NBA-deildinni í haust.