spot_img
HomeFréttirGarðbæingar með pennann á lofti

Garðbæingar með pennann á lofti

 

Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar lokaði fyrr í kvöld samningum við 10 af fyrrum leikmönnum liðsins. Þá Marvin Valdimarsson, Sæmund Valdimarsson, Ágúst Angantýsson, Brynjar Magnús Friðriksson, Egill Agnar Októsson, Óskar Þór Þorsteinsson, Justin Shouse, Arnþór Freyr Guðmundsson, Magnús Bjarka Guðmundsson og Grímkel Orra Sigþórsson.

 

 

Það verða því aðeins þeir Tómas Þórður Hilmarsson, sem fór erlendis í nám og mögulega Al´lonzo Coleman, sem enn er með lausan samning, sem liðið mætir ekki með til leiks í haust af þeim leikmönnum sem voru með þeim á síðasta tímabili. 

 

Fyrr í mánuðinum höfðu þeir einnig samið við austanmanninn Eystein Bjarna Ævarsson.

 

Nokkuð er enn í næsta tímabil, en aðdáendur Stjörnunnar ættu að geta andað léttar vitandi það að þeirra menn mæta allavegana með, nánast, sama lið og á síðasta tímabili. Þar sem að árangur liðsins var nokkur, þrátt fyrir að hafa farið snemma út úr úrslitakeppninni tókst þeim að vinna Powerade bikarinn, landa 2. sæti deildarinnar og vera eina liðið sem var taplaust í henni gegn meisturum KR.

 

Hrafn Kristjánsson – Þjálfari

Fréttir
- Auglýsing -