spot_img
HomeFréttirGarðar og Þorgeir framlengja í Dalhúsum

Garðar og Þorgeir framlengja í Dalhúsum

Garðar Sveinbjörnsson og Þorgeir Freyr Gíslason hafa framlengt samninga sína við Fjölni í 1. deild karla. Garðar framlengdi við Fjölni til tveggja ára en Þorgeir gerði eins árs samning.

Garðar sem er 29 ára var með 11,7 stig, 2 fráköst og 2 stoðsendingar að meðaltali í leik með Fjölni á síðustu leiktíð en Þorgeir sem er 21 árs gamall var með 2,8 stig og 2 fráköst að meðaltali í leik.

Fréttir
- Auglýsing -