spot_img
HomeFréttirGamli skólinn: Russell á flugi

Gamli skólinn: Russell á flugi

Bill gamli Russell var hér í eina tíð ekki svo gamall. Kappinn var valinn inn í NBA deildina af St. Louis Hawks árið 1956 en gerði garðinn svo frægan með Boston Celtics. Kappinn háði þá marga hildina við goðsögnina Wilt Chamberlain og segja sögur að þegar Chamberlain varð fyrsti leikmaður NBA deildarinnar til að gera 100.000 dollara samning hafi Russell arkað inn til Red Auerbach og krafist þess að fá 100.001 dollara samning. Það mun hafa gengið eftir.
 
 
Skóli nútímans ef litið er til NBA deildarinnar er magnaður og vart líður sú nótt að ekki sé sett saman í myndarlega tilþrifasúpu. Þessi tilþrif voru engin nýlunda fyrir Bill Russell eins og þetta myndband gefur til kynna:
 
 
Fréttir
- Auglýsing -