14:25
{mosimage}
Það hefur tíðkast undanfarin Unglingalandsmót að gamlir körfuboltaleikmenn hafi spilað einn leik að lokinni keppni hjá krökkunum á laugardagskvöldi.
Í ár þá var það Suðurnesjaúrval á móti rest. Framan af voru suðurnesjamenn undir í leiknum en Falur Harðarson setti niður tvo þrista af löngu færi á síðustu mínútunni og tryggði þeim eins stigs sigur 75 – 74. Ragnar Fjölnismaður átti þriggja stiga skot þegar tvær sekúndur voru eftir af leiktímanum en skotið geigaði naumlega.
Næsti leikur verður laugardaginn 2.ágúst 2008 kl. 20.00 í Þorlákshöfn.
Á meðfylgjandi mynd má sjá kappana sem tóku þátt í leiknum og eru þeir eftirfarandi. Efri röð frá vinstri: Arnar Guðjónsson, Sigurður Sigurðsson, Már Hermannsson, Friðrik Ragnarsson, Tómas Holton, Ragnar Torfason, Guðni Guðnason, Lárus Ingi Magnússon, Matthías Einarsson, Jón Ben Einarsson
Fremri röð frá vinstri: Eggert Baldvinsson, Gísli Páll Pálsson, Sigurður Hilmar Ólafsson, Falur Harðarson, Bárður Eyþórsson, Jón Oddur Davíðsson, Albert Eðvaldsson
Einnig fór fram körfuboltakeppni á mótinu og má finna úrslit mótsins hér.
Mynd: Gísli Páll Pálsson