spot_img
HomeFréttirGamla myndin: Guðmundur Bragason

Gamla myndin: Guðmundur Bragason

15:20 

{mosimage}

 

 

Körfuboltahetjan Guðmundur Bragason ræðir við Víkurfréttir um meðfylgjandi mynd í liðnum gamla myndin:

 

Guðmundur Bragason var fyrirliði Grindavíkur þegar félagið varð í fyrsta og eina skiptið til þessa Íslandsmeistari í körfuknattleik en það var leiktíðina 1995-1996. Guðmundur flutti nýverið aftur til Grindavíkur eftir nokkra dvöl í Hafnarfirði en hann hefur ekki enn sagt skilið við körfuboltann og dútlar sér stundum með B-liði Grindavíkur í 2. deild og reimar líka á sig skóna með Barónunum. Guðmundur lék í stöðu miðherja með Grindvíkingum og er frákastahæsti leikmaður landsins enn þann dag í dag.

 

Hvenær og hvar er þessi mynd tekin?

Þessi mynd var tekinn þann ágæta dag 11.apríl 1996 í íþróttahúsinu Keflavík þegar Grindavík varð íslandsmeistari í fyrsta sinn (og það eina hingað til).

 

Manstu hver tók myndina?

Ekki hugmynd, eflaust einhver frá Víkurfréttum!

 

Hvað ert þú gamall þarna á myndinni?

Þarna er ég 29 ára, varð þrítugur 10 dögum seinna.

 

Hvað er svona minnisstæðast við körfuboltaferilinn þinn?

Þetta kvöld er mjög minnisstætt, langþráð markmið náðist loksins og ekki verra að klára þetta í Keflavík! Einnig voru árin úti í Þýskalandi mjög góður tími sem og fjölmargir skemmtilegir landsleikir.

 

Hver var að þjálfa ykkur á þessum tíma?

Það var hinn mæti maður Friðrik Ingi sem hefur nú tekið að sér framkvæmdarstjórn KKÍ.

 

Hvernig voru svo mótttökurnar í Grindavík þegar þið komuð heim með Íslandsmeistarabikarinn?

Þær voru frábærar. Hálfur bærinn beið við Grindarvíkurveginn þegar við keyrðum inn í Grindavík og nokkrir höfðu kveikt á rauðum neyðarblysum. Síðan var mikil sigurhátíð í Festi og ótrúleg stemming. Þetta er tvímælalaust hápunkturinn á grindvískri íþróttasögu, 

hingað til.

 

Ertu eitthvað að drippla bolta í dag?

Nei frekar lítið. Hef aðeins verið að æfa með B-liðinu og síðan keppt á nokkrum stórmótum með hinum hressu Barónum í Grindavík.

 

Tekið af www.vf.is  

Fréttir
- Auglýsing -