Lokahóf Körfuknattleikssambands Íslands fer fram á Broadway laugardaginn 30. apríl næstkomandi. Meðal atriða á dagskrá eru gamanmál úr körfuboltasögunni. Hér að neðan sem og í fylgjandi auglýsingu fréttarinnar er að finna ítarlegri upplýsingar um hófið.
Hægt er að panta miða og ganga frá greiðslu í síma 562-1100 og á netfanginu [email protected]
Hægt er að nálgast keypta miða og kaupa miða í miðasölunni sjálfri frá miðvikudeginum 27. apríl til og með laugardagsins 30. apríl. Miðvikudag-föstudags verður opið frá 13:00-17:00 og á laugardeginum verður opið frá kl. 15:00 í miðasölunni.