Lokamót EuroBasket 2025 rúllar af stað 27. ágúst og stendur til 14. september þegar úrslitaleikurinn verður leikinn í Riga í Lettlandi.
Ríkjandi heimsmeistarar eru Þýskaland frá árinu 2023. Þá var það Dennis Schroder sem fór fyrir sínu liði og var hann að móti loknu valinn verðmætasti leikmaður heimsmeistaramótsins.
Vefmiðill EuroBasket keppninnar fór á dögunum yfir þá leikmenn sem valdir hafa verið verðmætustu leikmenn HM og EM, en sá listi er ekki langur. Dennis Schroder verður með Þýskalandi á lokamóti EuroBasket og færi svo hann yrði valinn verðmætasti leikmaður mótsins væri hann aðeins sá sjöundi í sögunni til þess að vinna bæði verðlaun.
Meira er hægt að lesa um leikmennina sex sem hafa unnið bæði hér, en fyrir mótið er Þýskaland talið næst sterkasta þjóð Evrópu á eftir aðeins Serbíu á styrkleikalista FIBA.
| Leikmaður | FIBA EuroBasket MVP | FIBA World Cup MVP |
|---|---|---|
| Sergei Belov (Sovétríkin) | 1969 | 1970 |
| Drazen Dalipagic (Júgóslavía) | 1977 | 1978 |
| Drazen Petrovic (Júgóslavía) | 1989 | 1986 |
| Toni Kukoc (Júgóslavía) | 1991 | 1990 |
| Dirk Nowitzki (Þýskaland) | 2005 | 2002 |
| Pau Gasol (Spánn) | 2009, 2015 | 2006 |



