spot_img
HomeFréttirGæti Iverson endað í Tyrklandi?

Gæti Iverson endað í Tyrklandi?

Mikið hefur verið skrifað um framtíð Allen Iverson í körfuboltaheiminum og hefur hann verið orðaðu við lið í Kína enda nenna liðin í NBA ekki að kljást við alla dramatíkina sem umlykur Iverson. Nú eru sögusagnir um að hann fái boð frá Tyrklandi en eigandi Besiktas er spenntur að bæta honum við lið sitt.
Yildirim Demiroren, eigandi Besiktas, keypti í sumar stórstjörnunar Guti og Ricardo Queresma fyrir fótboltalið Besiktas. Í kjölfar þess lofaði hann stuðningsmönnum Besiktas að fá einnig alvöru stórstjörnu fyrir körfuboltalið félagsins. Allen Iverson er ein stærsta stjarnan í körfuboltaheiminum og ætti því að gleðja stuðningsmennina í Tyrklandi.
 
Iverson er til í að gera samning sem gefur honum allt að 4 milljónum dollara en það er þó háð því hvar hann spili. Talið er að hann vilji fá 4 miljónir dollara ef hann spilar í Kína en er tilbúinn að lækka sig til þess að ganga til liðs við evrópskt lið.
 
Ljóst er að dramatíkin í kringum hinn gífurlega hæfileikaríka Iverson er ekki lokið en hvar hann endar kemur vonandi í ljós á næstunni.
 
Ljósmynd/ Er Tyrkland hans næsti áfangastaður?
 
 
Fréttir
- Auglýsing -