spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaGabríel Sindri semur við Hauka

Gabríel Sindri semur við Hauka

Fyrstu deildar lið Hauka heldur áfram að bæta við sig leikmönnum fyrir veturinn. Félagið hefur samið við bakvörðinn Gabríel Sindra Möller um að leika með liðinu á komandi leiktíð.

Gabríel lék á síðasta tímabili með fyrstu deildar meisturum Breiðabliks, en í 16 leikjum með liðinu skilaði hann 10 stigum, 4 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Gabríel er að upplagi úr Njarðvík, en þá hefur hann áður einnig leikið fyrir Breiðablik, Hamar, Skallagrím og Gnúpverja. Þá var hann einnig eitt ár í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Hjá Haukum hittir hann fyrir fyrrum þjálfara sinn hjá Gnúpverjum og Hamri, Máté Dalmay.

Haukar hafa samið við marga góða leikmenn fyrir komandi átök í fyrstu deildinni og ljóst er að pressan er orðin einhver á að þetta sterka félag verði aðeins þetta eina tímabil í fyrstu deildinni, en deildarkeppni þeirra fer af stað þann 27. næstkomandi gegn Reyni í Sandgerði.

Fréttir
- Auglýsing -