spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaGabríel Sindri í Hamar

Gabríel Sindri í Hamar

Hamar heldur áfram að styrkja sig fyrir komandi átök í 1. deild karla. Í dag skrifaði Njarðvíkingurinn Gabríel Sindri Möller undir venslasamning við félagið. Gabríel lék á síðasta tímabili með Gnúpverjum í 1. deildinni.

Fylgir hann því þjálfara þeirra, Maté Dalmay til Hamars í Hveragerði fyrir þetta næsta tímabil. Í 11 leikjum með Gnúpverjum á síðasta tímabili skilaði Gabríel 15 stigum, 5 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Gabríel hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands, sem og var hann í æfingahóp undir 20 ára liðsins semlék í A deild Evrópumótsins í sumar. Þá hlaut hann fyrr í sumar Elfarsbikarinn í Njarðvík, en þau verðlaun eru veitt þeim leikmanni sem efnilegastur þykir í yngri flokkum Njarðvíkur.

Fréttir
- Auglýsing -