spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaGabríel Sindri eftir fyrsta árið með Augusta Jaguars "Það er ekkert kjaftæði...

Gabríel Sindri eftir fyrsta árið með Augusta Jaguars “Það er ekkert kjaftæði í boði”

Fyrir rétt rúmu ári síðan ákvað Njarðvíkingurinn Gabríel Sindri Möller að leggja land undir fót og gangast til liðs við Augusta Jaguars í bandaríska háskólaboltanum. Jaguars eru í Georgíufylki og leika í Peach Belt hluta annarar deildar NCAA deildarinnar.

Áður en hann hélt út lék Gabríel upp alla yngri flokka Njarðvíkur, sem og með Skallagrím í Dominos deildinni og Hamar í fyrstu deildinni. Tímabilið 2018-19 skilaði hann 10 stigum, 3 fáköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik með Hamri. Þá hefur Gabríl einnig leikið með öllum yngri landsliðum Íslands.

Karfan setti sig í samband við Gabríel og spurði hann út í fyrsta árið Jaguars og lífið í Georgíu.

Hvernig fannst þér þetta fyrsta ár ganga hjá þér hjá Jaguars?

“Ég byrjaði tímabilið ágætlega og okkur gekk mjög vel. Þegar það leið svo á tímabilið þá nýtti ég tækifærin ekki nógu vel þegar þjálfarinn fór að spila á færri leikmönnum. Mikil samkeppni sem hjálpar manni ennþá meira að vilja að bæta sig”

Voru mikil viðbrigði að flytja frá Njarðvík til Georgíu?

“Já, þetta voru mikil viðbrigði þar sem Georgía er risa svæði og mikið í gangi. Helsti munurinn mundi ég segja væri veðrið þar sem það er sól hiti næstum allt árið í Augusta, Georgia. Maður gat ekki einu sinni verið í síðbuxum án þess að drepast úr hita”

Er mikill munur á körfuboltanum sem þú þurftir að aðlagast þarna og hér heima, hver er helsti munurinn?

“Já, það er mikill munur þar sem maður eyðir miklu meiri tíma í yfir daginn yfir daginn í lyftingar, einstaklingsæfingar og liðsæfingar. En helsti munurinn er aginn, það er ekkert kjaftæði í boði, menn þurfa að vera mættir í íþróttahúsið 45 mín fyrir æfingar og vera tilbúnir í fötum inná vellinum 10 mín fyrir. Ef menn eru ekki að fylgja einu sinni litlum reglum þá er ekki hikað við að láta allt liðið hlaupa”

Er mikill munu á tímabilinu hér heima og úti í háskólaboltanum?

“Helsti munurinn er bara hvað það eru mörg lið að spila um að komast alla leið. Það eru 64 lið sem komast í Division 2 NCAA mótið og við þurfum að standa okkur mjög vel til þess að komast þangað. Síðan auðvitað að tímabilið byrjar í nóvember og ef maður vinnur allt mótið þá endar það samt í lok mars miðað við í byrjun Maí hérna heima”

Nú endaði tímabilið nokkuð snemma hjá flestum í körfuboltaheiminum vegna Covid-19 faraldursins, voru það mikil vonbrigði?

“Já, það voru mikil vonbrigði fyrir okkur þar sem við vorum mættir á keppnisstað í fyrstu umferðinni í NCAA mótinu. Búnir að keyra í 6 tíma og nýbúnir að leggja fyrir utan hótelið þegar þjálfarinn fær skilaboð um það að mótið mun ekki fara fram”

Nú varst þú að klára þitt fyrsta ár í skólanum og við gerum ráð fyrir að þú farir aftur út. Hver eru helstu markmiðin körfuboltalega fyrir annað tímabilið?

“Markmiðin eru að halda áfram að bæta mig og vinna fyrir stærra hlutverki í liðinu”

Fréttir
- Auglýsing -