spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaGabriel Adersteg og Ismael Gonzalez til Hornafjarðar

Gabriel Adersteg og Ismael Gonzalez til Hornafjarðar

Sindri hefur samið við þá Gabriel Adersteg frá Svíþjóð og Ismael Herrero Gonzalez frá Spáni fyrir komandi átök í fyrstu deild karla.

Gabriel er skotbakvörður sem mun vera að leika sitt þriðja tímabil á Íslandi, en hann kemur til liðsins frá Vestra. Með þeim skilaði hann 17 stigum, 6 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik í fyrra. Þar áður hafði hann verið á mála hjá Snæfell.

Ismael er einnig bakvörður, en hann kemur til Sindra frá Zentro San Jorge í Leb Silver deildinni, þar sem hann hefur spilað síðastliðin þrjú tímabil.

Tilkynning:

Tveir leikmenn hafa ákveðið að ganga til liðs við okkur fyrir komandi átök.
Fyrst ber að nefna Gabriel Adersteg. Gabríel kemur frá Svíþjóð en hélt til á Ísafirði í fyrra og spilaði með Vestra. Þar skilaði hann 16,5 stigum, 6 fráköstum og 3 stoðsendingum í leik. Þar áður var hann á mála hjá Snæfell og verður þetta því hans þriðja tímabil hér á Íslandi. Gabríel er hávaxinn framherji sem getur spilað bæði stöðu skotbakvarðar sem kraft framherja. Hann kemur til með að auka enn frekar á hæð liðsins enda um 2 metrar a hæð.
Einnig hefur Ismael Herrero Gonzalez ákveðið að leggja leið sína til okkar í Sindra en hann kemur frá Spáni. Þar hefur hann spilað með Zentro San Jorge í Madrid síðastliðin þrjú ár. Fyrst í EBA deildinni og svo í Leb Silver í fyrra. Isma er fjölhæfur bakvörður og leikstjórnandi sem kemur til með að auka á breidd liðsins.

Fréttir
- Auglýsing -