spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaFyrstur að rjúfa 100 stiga múrinn

Fyrstur að rjúfa 100 stiga múrinn

Landsliðsmaðurinn Hilmar Smári Henningsson yfirgaf Íslandsmeistara Stjörnunnar nú í haust og gekk til liðs við Jonava í efstu deild í Litháen.

Sjálft hefur liðið farið nokkuð hægt af stað í deildarkeppni tímabilsins, en þeir eru í 9. sæti deildarinnar eftir fyrstu sex leikina með einn sigur.

Hilmar Smári hefur þó gert nokkuð vel sjálfur og líkt og félag hans bendir á á samfélagsmiðlum var hann fyrsti leikmaður þeirra til að brjóta 100 stiga múrinn á tímabilinu, en hann hefur skorað 14 stig að meðaltali í leik, tekið 2 fráköst og gefið 3 stoðsendingar í deildinni. Þá hefur hann einnig verið atkvæðamikill í bikarleikjum félagsins.

Fréttir
- Auglýsing -