spot_img
HomeFréttirFyrstu leikjum úrslitakeppninnar lýkur

Fyrstu leikjum úrslitakeppninnar lýkur

Fyrstu leikjum í átta liða úrslitum Dominos deildar karla lýkur í kvöld með þremur leikjum. Allir leikir geta endað með háspennu og því frábært kvöld í vændum. Hvort sem það er baráttan um Suðurstrandarveginn, liðin sem mættust á sama tíma í fyrra eða Ghetto Hooligans vs Silfurskeiðin, það verður nóg að ræða eftir kvöldið. 

 

Leikir kvöldsins í Domino´s-deild karla:
19:15: Stjarnan-ÍR (8-liða úrslit, leikur 1) í beinni á Stöð 2 sport.

19:15: Tindastóll-Keflavík (8-liða úrslit, leikur 1) í beinni á Tindastóll TV.

19:15: Grindavík-Þór Þ. (8-liða úrslit, leikur 1)Mynd/ Bára Dröfn – Hlynur Bærings og Quincy Hankins-Cole munu berjast í kvöld

Fréttir
- Auglýsing -