spot_img
HomeFréttirFyrsti tapleikur Sundsvall í rúman mánuð

Fyrsti tapleikur Sundsvall í rúman mánuð

Sundsvall Dragons máttu í kvöld sætta sig við 72-65 ósigur á útivelli gegn Uppsala Basket í sænsku úrvalsdeildinni. Jakob Örn Sigurðarson gerði 16 stig fyrir Sundsvall og tók 5 fráköst.
 
 
Hlynur Elías Bæringsson bætti við 11 stigum, 11 fráköstum og 3 stoðsendingum og þá var Ægir Þór Steinarsson með 4 stig, 5 stoðsendingar og 4 fráköst.
 
Sundsvall er í 4. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 42 stig en Uppsala tókst með sigrinum að saxa muninn á Sundsvall niður í 2 stig en Uppsala er í 5. sæti með 40 stig. Þá stöðvaði Uppsala sex leikja sigurgöngu en Sundsvall tapaði síðast leik þann 14. febrúar síðastliðinn.
 
Mynd/ Jakob Örn Sigurðarson gerði 16 stig fyrir Sundsvall áðan. 
Fréttir
- Auglýsing -