spot_img
HomeFréttirFyrsti tapleikur Maryland á heimavelli

Fyrsti tapleikur Maryland á heimavelli

 
Haukur Helgi Pálsson og félagar í bandaríska háskólanum Maryland eru búnir að tapa fyrsta heimaleiknum þessa leiktíðina en á aðfararnótt mánudags kom Boston College í heimsókn og hafði nauman 75-79 sigur á Maryland. Haukur lék í fimm mínútur í leiknum.
Á þessum fimm mínútum náði Haukur að gera 3 stig er hann smellti niður þrist en auk þess var hann með þrjú fráköst og einn stolinn bolta. Næsti leikur Maryland er gegn NJIT skólanum þann 22. desember næstkomandi.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -