spot_img
HomeFréttirFyrsti tapleikur Boras í sænsku deildinni

Fyrsti tapleikur Boras í sænsku deildinni

Jakob Örn Sigurðarson og liðsféalgar í Boras Basket töpuðu í kvöld sínum fyrsta leik í sænsku úrvalsdeildinni þegar liðið heimsótti Södertalje Kings. Lokatölur voru 75-65 Södertalje í vil.

Jakob og Christian Maraker voru stigahæstir í liði Boras í kvöld, báðir með 16 stig en Jakob var auk þess með 3 stoðsendingar, 3 fráköst og einn stolinn bolta. 

Eftir fjóra leiki í deildinni er Jakob tólfti stigahæsti maður deildarinnar með 16,5 stig að meðaltali í leik og ekki langt undan er fyrrum liðsfélagi hans í Sundsvall, Hlynur Bæringsson, í 18. sæti deildarinnar með 15 stig að meðaltali í leik. 

Boras er í 2.-4. sæti deildarinnar með 6 stig en fyrir leikinn í kvöld hafði Boras unnið fyrstu þrjá deildarleikina. 

Fréttir
- Auglýsing -