spot_img
HomeFréttirFyrsti sigurinn hjá Ármann/Þrótti (Umfjöllun)

Fyrsti sigurinn hjá Ármann/Þrótti (Umfjöllun)

15:24

{mosimage}

Strax á eftir leik Breiðabliks og Ármanns/Þróttar í 1.deild karla hófst leikur sömu liða í 1.deild kvenna. Ármannsstelpur voru greinilega ákveðnar í að hefna sín á tapi hjá karlaliðinu og voru komnar í 7-0 áður en Breiðabliksstelpur náðu að skora. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 9-14 fyrir Ármann. Ármanns stelpur byrjuðu 2. leikhluta einnig af krafti og voru komnar í 9-19. Þá kom góður kafli hjá Breiðablik og staðan orðin 17-19 en Ármanns stelpur tóki sig á í lokinn og í hálfleik var staðan 20-30 fyrir Ármann.

Sama baráttan hélt áfram í 3ja leikhluta. Breiðablik barðist við að minnka muninn en Ármann var alltaf skrefi á undan og staðan í lok leikhlutans var 35-42. En Breiðablik neitaði að gefast upp og með mikilli baráttu í 4 leikhluta og þá sérstaklega hjá Birtu Antonsdóttur þá tókst Breiðablik að jafna leikinn og komast yfir 48-46. En þá sagði Ármann hingað og ekki lengra, Bryndís Gunnlaugsdóttir skoraði, villa – karfa góð og setti vítið ofan í og kom Ármann einu stigi yfir. Í næstu sókn fék Sigríður Antonsdóttir 2 víti og tækifæri til að jafna leikinn og komast yfir en hún klikkaði á báðum skotunum.

Stuttu síðar var brotið á Helgu Jónasdóttur í Ármanni og hún var ísköld á vítalínunni og setti bæði vítin ofan í og staðan orðin 48-51. Breiðablik stelpur héldu áfram að reyna að minnka munin en fengu dæmda á sig ásetningsvillu og Rósa Ragnarsdóttir setti niður 2 víti og Bryndís Gunnlaugsdóttir kláraði svo leikinn fyrir Ármann/Þrótt þegar hún setti einnig niður 2 víti og lokastaðan var 48-55.

 

Stigahæstar í Ármann/Þrótt voru Bryndís Gunnlaugsdóttir með 19 stig og Rósa Ragnarsdóttir með 17 stig. Helga Jónasdóttir stóð sig einnig mjög vel, tók mikið af sóknarfráköstum og setti mikilvæg víti.

 

Hjá Breiðablik var Birta Antonsdóttir með 13 stig og Guðbjörg Guðbjörnsdóttir og Gunnhildur Theodórsdóttir með 11 stig. Birta Antonsdóttir var sérstaklega sterk í seinasta leikhlutanum þegar Breiðablik komst yfir og skoraði þar 10 af 13 stigum sínum.

 

Bryndís Gunnlaugsdóttir

 

Mynd: armann-throttur.bloggar.is

Fréttir
- Auglýsing -