spot_img
HomeFréttirFyrsti sigur Valladolid kominn í hús

Fyrsti sigur Valladolid kominn í hús

Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar í Valladolid hafa unnið sinn fyrsta sigur í ACB deildinni á Spáni en Cajasol kom í heimsókn í gær þar sem lokatölur urðu 81-68 Valladolid í vil.
 
Hörður Axel átti góðan leik í liði Valladolid, á 30 mínútum gerði hann 13 stig, tók 3 fráköst og gaf 1 stoðsendingu. Með sigrinum í gær færðist Valladolid af botni deildarinnar og upp í 14. sæti. 
Fréttir
- Auglýsing -