spot_img
HomeFréttirFyrsti sigur Þórs í höfn

Fyrsti sigur Þórs í höfn

13:11

{mosimage}

(Tom Port gerði 27 stig fyrir Þór)

Þórsarar í Þorlákshöfn tóku í gærkvöld á móti Ármanni/Þrótti á heimavelli sínum í Þorlákshöfn. Þór landaði þá sínum fyrsta deildarsigri 85-75. 

Heimamenn byrjuðu fyrsta leikhlutann af miklum krafti og í lok hans var staðan 29-15 heimamönnum í vil. Mikil barátta var í heimamönnum og hittu þeir vel, 9/15 úr tveggja, 3/3 úr þriggja og ¾ úr vítum og tvö varin skot og spiluðu þeir eins og englar. Langeygir eftir fyrsta sigrinum í vetur héldu áhorfendur að þetta væri nú loksins að koma hjá heimamönnum.  

Englarnir fyrsta leikhluta misstu vængina í öðrum leikhluta og skoruðu ekki nema 4 körfur í öðrum leikhluta en voru þeim mun duglegri að kasta boltanum frá sér en það afrekuðu þeir 9 sinnum í leikhlutanum. Það virtist sem leikmenn Þórs héldu eftir fyrsta leikhluta að þeim væru allir vegir færir og gætu farið að leika sér. Ármann/Þróttur gekk á lagið og söxuðu þeir jafnt og þétt niður forskotið og unnu þeir leikhlutann 11-20.  

Í þriðja leikhluta héldu gestirnir áfram að kvelja heimamenn og komust þá í eina skiptið í leiknum yfir 44-45 En þá kom góður sprettur hjá heimamönnum og breyttu þeir stöðunni í 56-45. Í lok þriðja leikhluta var staðan 58-52 heimamönnum í vil.  Í fjórða leikhluta voru heimamenn ávallt skrefinu á undan og lönduðu sínum fyrsta sigri í vetur. Ólafur Ægisson var með skotsýningu í lokinn en hann hitti úr 4/8 þriggja stiga skotunum sýnum og svona eins og til að stríða heimamönnum klikkti hann út með því að setja hann spjalið og ofaní. 

Bestu leikmenn kvöldsins voru heimamennirnir Tom Port sem var með 27 stig og 9 fráköst og Isaac Westbrooks sem var með 11 stig, 7 fráköst, 6 stoðsendingar og 6 stolna bolta. Hjá gestunum var Ólafur með 18 stig, Steinar Kaldal með 15 stig og 5 stoðsendingar.  

Dómarar leiksins voru þeir Sigmundur Már Herbertsson og Davíð Tómas Tómasson. Þeir komust afskaplega vel frá þessum leik enda fá tækifæri fyrir leikmenn að setjast á rökstóla við þá. 

Texti: Kristinn G. Kristinsson

Fréttir
- Auglýsing -