7:50
Oklahoma Thunder vann í nótt sinn fyrsta sigur í NBA-boltanum, en liðið, sem áður hét Seattle Supersonics, lagði Minnesota Timberwolves, 88-85.
Kevin Durant og nýliðinn Russel Westbrook fóru fyrir Thunder og Al Jefferson var allt í öllu hjá Wolves.
Þá mættust Milwaukee og New York þar sem þeir fyrrnefndu fóru með sigur af hólmi, 94-86.
Sigur Milwaukee var sigur liðsheildarinnar þar sem sex leikmenn gerðu 11 stig eða meira. Ramon Sessions og Richard Jefferson voru stigahæstir með 18 stig, en hjá Knicks var Quentin Richardson með 28 stig og Zach Randolph með 15 stig og 13 fráköst.
ÞJ



