spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaFyrsti sigur Njarðvíkur kom í framlengdum leik á Akranesi

Fyrsti sigur Njarðvíkur kom í framlengdum leik á Akranesi

Njarðvík hafði betur gegn nýliðum ÍA eftir framlengdan leik í þriðju umferð Bónus deildar karla á Akranesi í kvöld, 119-130.

Bæði lið hafa nú unnið einn leik og tapað tveimur af þessum fyrstu þremur leikjum sínum á tímabilinu.

Leikur kvöldsins var nokkuð kaflaskiptur þar sem heimamenn í ÍA leiddu lengst af í fyrri hálfleiknum. Mest með 12 stigum, en þegar í hálfleik var komið voru þeir aðeins tveimur stigum á undan, 55-53.

Seinni hálfleikurinn var svo meira eigna Njarðvíkur. Þar sem þeir voru oftar en ekki skrefinu á undan, en mest leiddu þeir með 10 stigum í þriðja leikhlutanum. Líkt og gefur að skilja í framlengdum leik voru leikar nokkuð jafnir undir lok venjulegs leiktíma. Stórar körfur frá Veigari Páli Alexanderssyni fyrir Njarðvík og Darnell Cowart fyrir ÍA tryggðu það að lokum að leikurinn fór í framlengingu, 109-109.

Í henni var lið Njarðvíkur svo sterkari aðilinn. Bæta hægt og þétt í og munaði miklu um átta stiga framlag Mario Matasovic fyrir Njarðvík undir lokin. Niðurstaðan að lokum nokkuð öruggur sigur Njarðvíkur, þrátt fyrir framlengdan leik, 119-130.

Myndasafn (Gunnar Jónatansson)

Tölfræði leiks

ÍA: Darnell Cowart 34/4 fráköst, Gojko Zudzum 30/9 fráköst, Josip Barnjak 29/6 fráköst/9 stoðsendingar, Kristófer Már Gíslason 9/4 fráköst, Styrmir Jónasson 7, Lucien Thomas Christofis 5/7 stoðsendingar, Júlíus Duranona 3, Aron Elvar Dagsson 2, Marinó Ísak Dagsson 0, Jóel Duranona 0, Hjörtur Hrafnsson 0, Daði Már Alfreðsson 0.


Njarðvík: Brandon Averette 37/4 fráköst/9 stoðsendingar, Mario Matasovic 30/7 fráköst, Dwayne Lautier-Ogunleye 18/4 fráköst/8 stoðsendingar, Veigar Páll Alexandersson 17/7 fráköst, Julio Calver De Assis Afonso 15/13 fráköst, Dominykas Milka 11/5 fráköst, Brynjar Kári Gunnarsson 2, Snjólfur Marel Stefánsson 0, Kristófer Mikael Hearn 0, Sigurbergur Ísaksson 0, Sigurður Magnússon 0, Guðmundur Aron Jóhannesson 0.

Fréttir
- Auglýsing -