spot_img
HomeFréttirFyrsti sigur Keflavíkur komin í hús

Fyrsti sigur Keflavíkur komin í hús

Meistaraefnin í Keflavík náðu að tryggja sinn fyrsta sigur í Dominosdeild kvenna í kvöld þegar Skallagrímur heimsótti liðið í Blue-höllina. 75:65 varð loka niðurstaða kvöldsins og sanngjarn sigur sem hefði hæglega getað orðið stærri.

 

Gangur leiksins: 
Keflavík tók strax frá fyrstu mínútu forystu í leiknum og létu hana í raun aldrei af hendi.  Lítið var skorað framan af og staðan í hálfleik 35:30.  Annan leikhluta spiluðu liðin nánast alveg eins og þann fyrsta en á tímabili náðu Skallagrímur að minnka muninn niður í 4 stig en komust ekki lengra.  Á loka kaflanum voru Keflavík komnar í ansi þægilega stöðu og slökuðu full mikið á í sínum leik og þá gengu Skallagrímur á lagið og minnkuðu muninn. En þær komust hinsvegar ekki lengra en þetta að þessu sinni og heimasigur staðreynd.

Áhyggjuefni: 
Eins vel og Jón Guðmundsson getur látið þetta Keflavíkurlið spila saman þá eiga þær til að detta niður og jafnvel fara að verja forystu líkt og í kvöld. Slíkt getur reynst stórhættulegt og í kvöld voru Skallagrímur ekki langt frá því að koma sér aftur inn í leikinn á lokasprettinum þegar sigur Keflavíkur virtist vís. Vist áhyggjuefni en þetta er svo sem ekki fyrsta “hestaat” Jóns Guðmundssonar og vísast til mun hann vinna í þessu.

Prik í kladdann: 
Þrátt fyrir ósigur frá Skallagrímur prik fyrir að hætta aldrei að spila leikinn. Jafnvel í fjórða leikhluta þegar lítið blés í seglin hjá þeim héldu þær sínu áfram og með örlítilli heppni hefðu þær jafnvel getað “stolið” sigrinum, ef svo er hægt að komast að orði.

Tölfræðin lýgur ekki:
Hittni gestanna að þessu sinni má segja að hafi verið þungur biti að kyngja fyrir liðið. Aðeins 20% þriggjastiga skota og 36% skota af vellinum duttu niður. Erfitt er að ná sigri með slíkri hittni. Það kannski segir líka eitthvað um varnarleik heimastúlkna sem var ágætur en á þó nóg inni.

 

Hetjan: 
Brittney Dinkins var kannski ekki að hitta sem best úr skotum sínum (2/11 þristum) þá spilaði hún mjög vel á öðrum vígstöðum og var hársbreidd frá þrennu með 25 stig, 11 fráköst og 9 stoðsendingar.  Einnig má nefna að Katla Garðarsdóttir var dugleg að vanda og spilaði fína vörn.

 

Eftir leik: 
Jón Guðmundsson ræddi við Karfan.is eftir leik og sagði viss léttir að lið sitt væri komið með sinn fyrsta sigur en sagði lið sitt eiga nóg inni.  Keflavík hefur spilað 3 leiki og sigrað einn.  Þær spila næst gegn Haukum á útivelli.  Skallagrímur eru í sömu stöðu og Keflavík hafa spilað 3 leiki og náð einum sigri. Þær spila næst gegn Stjörnunni á heimavelli sínum í Borgarnesi.

 

Tölfræði leiksins. 

Viðtal Jón Guðmunds

Fréttir
- Auglýsing -