Hamar/Þór vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu er liðið hafði betur gegn Keflavík í Hveragerði í Bónus deild kvenna í kvöld, 75-71.
Eftir leikinn er Keflavík í 5. sæti deildarinnar með 14 stig á meðan Hamar/Þór er enn í 10. sætinu, nú með 2 stig.
Eftir nokkuð jafnar upphafsmínútur náðu heimakonur í Hamri/Þór góðum tökum á leiknum og leiddu með sex stigum að fyrsta leikhluta loknum. Hamar/Þór leiðir svo allan annan leikhlutann, mest með 11 stigum, en Keflavík nær að koma til baka og er forskotið aðeins 4 stig í hálfleik, 37-33.
Keflavík nær að fullkomna endurkomu í þriðja fjórðungnum, en heimakonur eru snöggar að ná áttum og er munurinn enn 4 stig fyrir lokaleikhlutann. Í honum gera gestirnir hvað þeir geta til þess að vinna leikinn og má á einhverjum augnablikum varla sjá á milli liðanna. Stórar körfur í lokin frá Jovana Markovic og Jóhönnu Ýr Ágústsdóttur koma þó í veg fyrir að Keflavík nái að vinna leikinn og fer svo að Hamar/Þór vinnur sinn fyrsta sigur í deildinni, 75-71.
Stigahæst heimakvenna var Jadakiss Guinn með 24 stig og Mariana Duran og Jóhanna Ýr Ágústsdóttir bættu við 14 stigum hvor.
Fyrir Keflavík voru stigahæstar Anna Ingunn Svansdóttir með 17 stig og Keishana Washington með 15 stig.
Hamar/Þór: Jadakiss Nashi Guinn 24/9 fráköst, Mariana Duran 14/15 fráköst, Jóhanna Ýr Ágústsdóttir 14, Ellen Iversen 11/12 fráköst, Jovana Markovic 8/7 fráköst, Matilda Sóldís Svan Hjördísardóttir 2, Bergdís Anna Magnúsdóttir 2, Dagrún Inga Jónsdóttir 0, Jara Björg Gilbertsdóttir 0, Andrea Ösp Gunnsteinsdóttir 0, Emilía Ýr Gunnsteinsdóttir 0, Guðrún Anna Magnúsdóttir 0.
Keflavík: Anna Ingunn Svansdóttir 17/5 fráköst, Keishana Washington 15/5 fráköst/7 stoðsendingar, Sara Rún Hinriksdóttir 10, Thelma Dís Ágústsdóttir 8/7 fráköst, Agnes María Svansdóttir 7, Anna Lára Vignisdóttir 6, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 5, Sofie Tryggedsson Preetzmann 3/7 fráköst, Oddný Hulda Einarsdóttir 0, Katla Rún Garðarsdóttir 0, Bríet Sif Hinriksdóttir 0.
Viðtöl / Oddur



