spot_img
HomeFréttirFyrsti sigur Hamars í höfn (Umfjöllun)

Fyrsti sigur Hamars í höfn (Umfjöllun)

23:23

{mosimage}

 

(Lárus Jónsson í leiknum gegn Fjölni í kvöld) 

 

Hamarsmenn lönduðu í kvöld fyrstu stigum sínum í Iceland Express deildinni með sigri á Fjölnismönnum sem lögðu leið sína austur yfir Hellisheiðina. Í byrjun var nokkuð jafnræði með liðunum og stigaskorið jafnt en mikið var um misheppnuð skot og tapaða bolta í fyrsta leikhluta, líkt og reyndar í leiknum öllum. Þegar leikhlutinn var hálfnaður var staðan aðeins 8-9 fyrir gestina en Friðrik Hreinsson setti niður tvær góðar körfur og Marvin Valdimarsson skoraði í kjölfarið 2 stig en Drago Pavlovic svaraði með þrist fyrir Fjölni. George Byrd setti 2 víti á lokamínútunni og Níels Dungal setti eitt víti niður fyrir Fjölni og staðan 16-13 eftir fyrsta leikhluta og greinilegt að bæði lið þyrftu að gyrða sig í brók.

 

Í öðrum leikhlutanum voru Hamarsmenn mun sterkari aðilinn og skoruðu 25 stig á móti 10 stigum Fjölnis. (5 stig af línunni, 1x þristur 1x tvistur). Í þrem sóknum í röð skoruðu Lárus, Marvin og Raed góðar körfur og fengu villu að auki en allir klikkuðu á aukaskotinu og staðan 41-23 í hálfleik og Hamarsmenn með 18 stiga forskot, þrátt fyrir að vera ekki að spila góðan leik.

 

Þriðji leikhlutinn var síðan ekki ósvipaður 1. leikhlutanum, en bæði lið voru að spila illa, töpuðu boltum og voru að hitta illa, og átti það við um flesta leikmenn, þó aðallega hjá gestunum. Leikhlutinn fór 15-14 og staðan 56-57 þegar fjórði leikhlutinn hófst.

 

Þegar rúm mínúta var liðin af 4 leikhluta setti Friðrik niður fyrsta og eina þrist heimamanna í leiknum og var tími til kominn eftir 12 misheppnuð þriggjastiga skot. Helgi Þorláksson svaraði með 2 stigum, en Lárus bætti það upp með 2 öruggum vítum eftir gott drive-in og staðan 61-39. Þegar hér var komið við sögu fannst Drago nóg komið og tók leikinn í sínar hendur og skoraði 9 stig í röð. Friðrik og Raed settu sitthvora körfuna en Drago skoraði bara 6 stig á móti fyrir Fjölni og munurinn kominn í 11 stig, 65-54.

 

{mosimage}

 

Á síðustu mínútinni setti Byrd niður 2 víti en Helgi Þorláksson setti þrist í andlitið

á Hamarsmönnum og munurinn 10 stig og stemningin Fjölnismegin en Hamar tapaði mörgum boltum því Fjölnismenn pressuðu stíft. Raed fór tvisvar á línuna undir restina og

setti öll 4 vítin niður en Marvin braut klaufalega á Drago í þriggjastiga skoti og þakkaði hann fyrir með því að setja þau öll niður. Drago náði svo að bæta við 2 stigum áður en leikurinn kláraðist en nær komust Fjölnismenn ekki og lokatölur 73-62 þar sem bæði liðin áttu mjög slæman dag og spiluðu alls ekki góðan körfubolta, og það var Hamarsmönnum til happs að Fjölnismenn spiluðu verr en þeir.

 

Byrd átti ágætisleik í kvöld 14 stig en tók 20 fráköst og fékk 30 í einkunn. Raed var stigahæstur með 19 stig, tók 5 fráköst, gaf 4 stoðsendingar,  og varði 3 skot með miklum tilþrifum (þar af 2 í sömu sókninni). Marvin skoraði 15 stig og varði 3 skot, Friðrik skoraði 11 stig. Bojan og Lárus skoruðu 6 stig hvor og Viðar skoraði 2 stig.

 

Hjá gestunum var Drago Pavlovic langbestur og skoraði 32 stig (20 í 4. leikhluta) og tók 8 fráköst. Karlton Mims skoraði 8 stig, Helgi og Nemenja Sovic skoruðu 5 stig, Níels og Kristinn settu 4 stig, Hjalti 3 stig og Valur 1 stig.

 

Tölfræði leiksins

 

Texti og myndir: Sævar Logi Ólafsson

www.hamarsport.is

Fréttir
- Auglýsing -