spot_img
HomeFréttirFyrsti sigur Finna í lokakeppni EM: 12 leikir í dag

Fyrsti sigur Finna í lokakeppni EM: 12 leikir í dag

 
Sex leikir fóru fram á EM í Litháen í gær þar sem Finnar unnu sinn fyrsta leik í lokakeppni mótsins. Finnar hafa einu sinni áður komist í lokakeppnina en þá töpuðu þeir öllum sínum leikjum. Fyrsti sigurinn kom í gær og það gegn Bosníumönnum með 28 stiga mun!
Finnland 92-64 Bosnía
Fimm liðsmenn Finna gerðu 10 stig eða meira í leiknum og þeirra atkvæðamestur Mikko Koivisto með 17 stig og 3 fráköst en í liði Bosníumanna var Henry Domercant með 25 stig.
 
Önnur úrslit gærdagsins:
 
Úkraína 67-56 Búlgaría
Grikkland 58-72 Makedónía
Slóvenía 87-75 Georgía
Króatía 87-81 Svartfjallaland
Rússland 79-58 Belgía
 
Leikir dagsins í dag:
 
Bretland-Portúgal
Ísrael-Lettland
Makedónía-Finnland
Georgía-Úkraína
Pólland-Tyrkland
Ítalía-Frakkland
Svartfjallaland-Grikkland
Búlgaría-Rússland
Litháen-Spánn
Þýskaland-Serbía
Bosnía-Króatía
Belgía-Slóvenía
 
Litháen og Spánn eru einu ósigruðu lið mótsins í A-riðli og því von á hörku slag þegar Navarro og Gasol bræður mæta heimamönnum í dag.
 
Mynd/ FIBA EUROPE: Petteri Koponen leikmaður Finna gerði 14 stig gegn Bosníumönnum í gær.
 
Fréttir
- Auglýsing -