spot_img
HomeFréttirFyrsti sigur ársins og fyrsti sigur tímabilsins!

Fyrsti sigur ársins og fyrsti sigur tímabilsins!

Körfuboltaárið í Subway deild kvenna byrjaði með botnslag Snæfellinga gegn Fjölni.

Sæfell hafði fyrir leikinn ekki unnið leik á tímabilinu og Fjölnir, sem byrjaði tímabilið vel með tveimur sigrum,  hafa ekki unnið í langan tíma.

Það var því klárt að bæði lið þyrsti mjög í að snúa við blaðinu.

Heimakonur byrjuðu betur en Fjölnisstúlkur aldrei langt undan. Um miðjan fyrsta leikhluta jöfnuðu gestirnir og var jafnt á flestum tölum þar til í lok leikhlutans að Fjölnir endaði með 3ja stiga forystu.

Í upphafi annars  leikhluta var eins og allt loft væri úr Snæfellkonum og gengu Fjölniskonur á lagið og náðu fljótt 10 stiga forystu. Heimakonur hresstust heldur betur í er leið á og söxuðu jafnt og þétt á og fóru til leikhlés með þriggja stiga forystu 41-39.

Ég held að það hljóti að hafa farið um Fjölniskonur á leið sinni til hálfleiks en á sama tíma voru Snæfellingar með augun á sínum fyrsta sigri í vetur.

Fyrstu stig seinni hálfleiksins voru heimamanna. Snæfell var ákveðnari í öllum aðgerðum til að byrja með en um miðjan þriðja leikhluta tóku gestirnir við sér og komust yfir. Sú forsysta var skammvinn, heimakonur miklu ákveðnari sem fyrr og fóru til leikhlés með 5 stiga forystu 69-64

Fjórði leikhluti var jafn og spennandi, Snæfell leiddi í upphafi en Fjölniskonur gáfust ekki upp og náðu þær smá saman betri tök á símum leik. Sæfellingar lentu í villvanda og voru komnar með 5 liðsvillur þegar 2.42 min voru enn eftir.

Síðustu mínútur leiksins voru mjög spennandi og nelgdi Shawnta niður þrist til að jafna leikinn þegar 14 sek voru eftir.

Fjölnismenn tóku leikhlé en svo fór að Snæfell landaði sínum fyrsta sigur með flautuþrist frá Jasminu.

Lokatölur urðu  85-82

Tölfræði leiks

Myndasafn

Fréttir
- Auglýsing -