spot_img
HomeFréttirFyrsti leikurinn sem Warren fer ekki í 40

Fyrsti leikurinn sem Warren fer ekki í 40

Skagamenn máttu þola tap á Akureyri í gær gegn Þór í 1. deild karla. Um hörkuleik var að ræða og tókst Þórsurum að halda sér taplausum og eru það nú Þór og Tindastóll sem eru einu liðin í deildinni sem ekki hafa tapað stigum. Zachary Jamrco Warren sem skorað hefur 40 stig eða meira fyrstu þrjá leikina í deildinni átti vissulega góðan leik en rauf ekki 40 stiga múrinn og það í fyrsta sinn á tímabilinu.
 
 
Warren gerði 31 stig, tók 5 fráköst og gaf 2 stoðsendingar í leiknum. Hann var aðeins 2 af 13 í þristum og hlaut 17 framlagsstig fyrir leikinn í gær en rétt eins og með stigin fyrstu þrjá leikina höfðu framlagsstigin alltaf rofið 40 punkta múrinn. Þórsurum tókst því að „hemja“ Warren ef svo má að orði komast…31 stig engu að síður.
 
Warren byrjaði með látum í 1. deildinni en svo virðist sem hann ætli eitthvað að lækka flugið núna í síðustu leikjum. Tölurnar eru til staðar en skilvirknin er minni. Nýting Warren í leiknum var 46,4% eFG sem er það lakasta sem hann hefur sýnt með ÍA. Hann skilaði einnig tæplega stigi per sókn sem er í meðallagi. Leiða má að því líkur að menn séu að fatta Warren eða hvernig sé best að halda honum í skefjum…en við sjáum hvað setur.
 
Þróunina er hægt að sjá í línuritinu hér að neðan. Stig per sókn á vinstri ás, skotnýtingin á hægri ás.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -