spot_img
HomeFréttirFyrsti í undirbúning fyrir Eurobasket

Fyrsti í undirbúning fyrir Eurobasket

Fyrsti æfingaleikur A-landliðs karla fyrir Eurobasket 2017 hefst kl 19:15 í Smáranum í kvöld. Andstæðingar Íslands eru Belgar en liðin mættust einnig í aðdraganda Eurobasket 2015.

 

Ísland lék tvisvar við Belgíu í undankeppni Eurobasket fyrir nærri ári síðan. Fyrri leikinn vann Belgía í sínum heimavelli 80-65 þar sem liðið lék frábærlega og íslenska liðið átti engin svör. Þegar liðin léku á Íslandi sigraði Ísland 74-68 en Ísland tryggði sæti sitt á Eurobasket 2017 með þeim sigri. 

 

Leikurinn hefst kl 19:15 í Smáranum. Aðgangseyrir er 1500 kr fyrir eldri en 16 ára en 500 kr fyrir börn. 

 

Í gær var tilkynnt með það að æfingahópur liðsins hafi verið skorinn niður úr 23 leikmönnum niður í 19, en þeir munu svo skipta með sér þessum tveimur leikjum. Í liðinu á morgun mun vera einn nýliði, en leikmaður Tindastóls Sigtryggur Arnar Björnsson mun þar þreyta frumraun sína fyrir A landslið Íslands.

 

Þá munu þeir leikmenn sem léku með undir 20 ára liðinu í A deild Evrópumótsins, þeir Tryggvi Snær Hlinasson, Kristinn Pálsson og Kári Jónsson heldur ekki vera með liðinu í þessum æfingaleikjum.

 

 

Hópur fyrri leiks gegn Belgíu / Fimmtudaginn 27. júlí kl. 19:15 í Kópavogi:

Brynjar Þór Björnsson

Elvar Már Friðriksson

Haukur Helgi Pálsson

Hlynur Bæringsson

Hörður Axel Vilhjálmsson

Kristófer Acox

Logi Gunnarsson

Martin Hermannsson

Ólafur Ólafsson

Sigtryggur Arnar Björnsson

Sigurður Gunnar Þorsteinsson

Ægir Þór Steinarsson

Fréttir
- Auglýsing -