spot_img
HomeFréttirFyrsta tapið komið hjá Syracuse

Fyrsta tapið komið hjá Syracuse

Syracuse hafa verið óstöðvandi til þessa á tímabilinu í bandaríska háskólaboltanum. Syracuse vann 24 fyrstu leikina sína og var komið í 12 sigurleiki í röð á toppi Atlantic Coast riðilsins þegar botnlið Boston College batt enda á sigurgönguna.
 
 
Liðsmenn Syracuse máttu hafa sig alla við sigurgönguna og minnstu munaði að á dögunum yrði bundin enda á gengið en Tyler Ennis bjargaði málunum í leik gegn Pittsburgh. Syracuse vann leikinn 58-56 með rosalegum flautuþrist frá Ennis og næsta fórnarlamb var skóli North Carolina State en þar voru lokatölur 56-55. Eftir tvo leiki á tæpasta vaði var það svo Boston College úr botni Atlantic Coast riðilsins sem batt enda á sigurgöngu Syracuse.
 
 
Mynd/ Tyler Ennis gerði svaðalega flautukörfu fyrir Syracuse.
  
Fréttir
- Auglýsing -