spot_img
HomeFréttirFyrsta tapið kom gegn sterku liði Finnlands

Fyrsta tapið kom gegn sterku liði Finnlands

Undir 18 ára stúlknalið Íslands mátti þola tap gegn Finnlandi í dag á Norðurlandamótinu í Södertalje í Svíþjóð, 99-46.

Fyrir leik dagsins hafði Ísland unnið alla þrjá leiki sína og eiga þær því enn möguleika á að komast á verðlaunapall á mótinu. Lokaleikur þeirra þetta árið er á morgun fimmtudag kl. 09:15 gegn Noregi.

Atkvæðamest fyrir Ísland í leik dagsins var Kolbrún María Ármannsdóttir með 14 stig 6 fráköst. Þá bætti Hulda María Agnarsdóttir við 11 stigum, 2 fráköstum og 2 stoðsendingum.

Tölfræði leiks

Hérna er heimasíða mótsins

Hérna er liðsskipan og leikjadagskrá U18 stúlkna

Fréttir
- Auglýsing -