spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaFyrsta tap Þórs kom gegn Stjörnunni

Fyrsta tap Þórs kom gegn Stjörnunni

Ég er bara svekktur en það sem mestu máli skiptir er að vitum að við getum gert betur og við verðum að koma sterkari til baka í næsta leik“ sagði Daníel Andri þjálfari Þórs eftir níu stiga tap Þórs gegn Stjörnunni. Daníel sagði ennfremur að það hafi verið eitthvert andleysi í hópnum sem hafi orðið liðinu að falli í dag. „Stjörnukonur voru mjög baráttuglaðar í dag eða í raun var öll orkan í leiknum þeirra megin í 40 mínútur“.

Þessi tilvitnun í orð Danna þjálfara rammar í raun vel inn gang leiksins í dag mikil barátta í gestunum og okkar stelpur voru allan leikinn í því hlutverki að elta. Lið Stjörnunnar er mun hávaxnara en lið Þórs og það sást best í baráttunni um fráköst en gestirnir tóku 60 gegn 43 Þórs. 

Þegar kemur að stigaskori leikmanna í dag voru það alls sjö leikmenn í hvoru liði sem skoruðu en í liði Stjörnunnar voru það tveir leikmenn sem báru höfuð og herðar yfir aðra leikmenn á vellinum. Af 73 stigum gestanna skoruðu þær Myia Nicole Stark og Diljá Ögn Lárusdóttir saman 55 stig eða aðeins níu stigum minna en allt Þórsliðið.

Stjarnan náði mest 18 stiga forskoti í leiknum en undir lok leiksins hljóp smá spenna í leikinn en gestirnir reyndust sterkari á lokasprettinum og lönduðu sínum fyrsts sigri í vetur 64:73.

Gangur leiks eftir leikhlutum: 22:24 / 7:15 (29:39) 17:22 / 18:12 = 64:73

Framlag leikmanna Þór: Marín Lind 19/4/1, Heiða Hlín 14/5/1, Hrefna 13/7/3, Karen Lind 9/1/3, Eva Wium 5/8/3, Ásgerður Jana 2/1 og Rut Herner 2/5/2 að auki spiluðu þær Katla María og Hrafnhildur en þeim tókst ekki að skora. 

Framlag leikmanna Stjörnunnar: Diljá Ögn 35/5/2, Myia Starks 20/8/5, Eva Lára 5/2/1, Sigurbjörg Rós 3/11/0, Jóhanna Björk 3/11/2, Berglind 2 stig, Bergdís Lilja 2/8/2. 

Nánari tölfræði

Myndasafn

Staðan

Umfjöllun, myndir, viðtöl / Palli Jóh

Fréttir
- Auglýsing -