20:47
{mosimage}
Keflavík sigraði FSu á Selfossi í kvöld 68-81 eftir að hafa verið undir í hálfleik. Á Sauðárkróki er að hefjast framlenging númer tvö í leik Tindastóls og ÍR en Eiríkur Önundarson jafnið með tveimur vítaskotum þegar venjulegur leiktími var runninn út og í lok fyrstu framlengingar skoraði Ísak Einarsson úr tveimur vítum þegar lítið var eftir og jafnaði, að lokum fór svo að ÍR sigraði 117-118 en Sveinbjörn Claessen skoraði þriggja stiga körfu fyrir ÍR þegar 6 sekúndur voru eftir og tryggði þeim sigur. Í Grindavík tapaði KR sínum fyrsta leik á tímabilinum þegar þeir töpuðu 91-80 fyrir heimamönnum.
Hörður Axel Vilhjálmsson var stigahæstur Keflvíkinga með 29 stig en fyrir heimamenn skoruðu Sævar Sigurmundsson og Vésteinn Sveinsson 14 stig hvor.
Í Grindavík var Páll Axel Vilbergsson stigahæstur heimamanna með 20 stig en Jón Arnór Stefánsson skoraði 21 fyrir KR.



