Frakkland hafði betur gegn heimamönnum í Póllandi í lokaleik dagsins i Katowice, 83-76.
Bæði lið voru örugg áfram í 16 liða úrslit keppninnar, en tapið var það fyrsta í fjórum leikjum Póllands.
Guerschon Yabusele var frábær fyrir Frakkland í kvöld með 36 stig og 6 fráköst. Fyrir heimamenn var Jordan Loud atkvæðamestur með 18 stig og 5 fráköst.




