spot_img
HomeNeðri deildir2. deild karlaFyrsta tap Álftanes í vetur

Fyrsta tap Álftanes í vetur

KR-b, betur þekkt sem KR Bumban, varð fyrsta liðið til að leggja Álftanes að velli í 2. deild karla í vetur er það bar sigurorð af þeim, 83-75, í DHL-höllinni í dag.

KR-ingar leiddu allan leikinn og voru yfir 45-30 í hálfleik. Finnur Atli Magnússon var stigahæstur hjá KR með 24 stig en hann villaði útaf undir lokin. Það kom þó ekki að sök því Pálmi Freyr Sigurgeirsson setti tvo risa þrista á lokametrunum sem héldu Álftnesingum í öruggri fjarlægð.

Álftanes, sem fyrir leikinn hafði unnið alla 10 leiki sína í deildinni, er enn í efsta sæti með 20 stig á meðan KR-b er í 3. sæti með 12 stig en á tvo leiki til góða.

Stigaskor KR-b: Finnur Atli 24 stig/9 fráköst, Pálmi freyr 13/7, Ólafur Már 13/4, Skarphéðinn Freyr 8/4, Ellert 7/3, Guðmundur Þór 3/8, Jóhannes 3(100% skotnýting), Emil Þór 2/2, Matthías 0, Halldór 0.

Fréttir
- Auglýsing -