spot_img
HomeFréttirFyrsta oddaþrennan síðan 1992

Fyrsta oddaþrennan síðan 1992

Russell Westbrook fór á kostum í gærkvöldi þegar lið hans Oklahoma tryggði sér sæti í úrslitum vesturstrandarinnar gegn Dallas. Bakvörðurinn knái þrennu og er það í fyrsta skipti síðan 1992 að leikmaður nær þrennu í oddaleik í úrslitakeppni NBA.
Oddaþrenna Westbrook var nokkuð glæsileg en frekar snemma í leiknum var hann kominn með myndarlegur tölur í hverjum tölfræðiflokki. Hann endaði með 14 stig, 14 stoðsendingar og 10 fráköst. Og sex af þessum fráköstum komu í sókninni.
 
Var þetta fyrsta þrenna Westbrook í úrslitakeppni NBA.
 
Árið 1992 náði Scottie Pippen þrennu fyrir Chicago gegn New York. Pippen var þá með 17 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar.
 
Mynd: Westbrook var sjóðandi í gær eins og félagar hans í Oklahoma.

Fréttir
- Auglýsing -