spot_img
HomeFréttirFyrsta leiks rothögg frá Tyson

Fyrsta leiks rothögg frá Tyson

Keflavík sigraði Hauka fyrr í kvöld á heimavelli sínum í fyrsta leik fjórðungsúrslitaseríu liðanna í Dominos deild kvenna, með 82 stigum gegn 51. Keflavík því komið með yfirhöndina, 1-0, fyrir næsta leik liðanna sem fram fer að Ásvöllum í hafnarfirði komandi laugardag kl 16:30.

 

Það var í raun augljóst í hvað stefndi allt frá fyrstu andartökum leikssins. Lið Keflavíkur virtist mæta dýrvitlaust til leiks varnarlega, sem og, þrátt fyrir að þær hafi verið að tapa nokkru magni af boltum hinumegin á vellinum (14 í fyrri hálfleik), bættu þær upp fyrir það með góðri skotnýtingu. Fyrsti leikhlutinn endaði með 5 stiga forystu heimastúlkna 18-13. Þær svo héldu áfram að bæta við og kláruðu fyrri hálfleikinn á 17 stiga forystu í 43 stigum gegn 26.

 

Mestu munaði um framlag hinnar mögnuðu Carmen Tyson Thomas í fyrri hálfleiknum, en hún setti 18 stig (7/11) og tók 8 fráköst á þeim rétt rúmu 16 mínútum sem hún hafði þá spilað í leiknum. Fyrir gestina var Lele Hardy atkvæðamest með 10 stig (4/16).

 

Eftir hléið héldu Keflavík svo aftur áfram frá því sem hafði verið frá horfið. Héldu Haukum í aðeins 7 stigum í leikhlutanum, skoruðu sjálfar 22 og voru komnar í 34 stiga forystu þegar mest lét. Kláruðu leikhlutann í stöðunni 65-33. 

 

Í lokaleikhlutanum, í leik sem að virtist ekki geta orðið neitt meira ójafn gerist það svo að stjörnuleikmaður Hauka Lele Hardy er óvænt borin út úr húsinu. Því tómt mál að tala um hvernig þessi leikur færi eftir það, því þó restin af liði Hauka hafi verið sprækt (náðu að vinna 4. leikhlutann) í lokin, var það augljóst hvað langt hafði verið síðan þessi leikur var búinn.

 

Keflavík, því, fór með 31. stigs sigur af hólmi, 82-51.

 

Lykilmaður leikssins var leikmaður Keflavíkur, Carmen Tyson-Thomas, en hún skoraði 33 stig og tók 14 fráköst á þeim 31 mínútum sem hún spilaði í leik kvöldsins.

 

Myndasafn#1

Myndasafn#2

Tölfræði

 

Umfjöllun, myndir, viðtöl / Davíð Eldur

 

Keflavík-Haukar 82-51 (18-13, 25-13, 22-7, 17-18)

 

Keflavík: Carmen Tyson-Thomas 33/14 fráköst/4 varin skot, Sara Rún Hinriksdóttir 14/5 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 7, Marín Laufey Davíðsdóttir 6, Lovísa Falsdóttir 5, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 4/4 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 4/8 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 3/7 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 2, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 2/4 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 2, Bríet Sif Hinriksdóttir 0.

 

Haukar: LeLe Hardy 15/6 fráköst/7 stolnir/3 varin skot, Sólrún Inga Gísladóttir 8, María Lind Sigurðardóttir 8, Dagbjört Samúelsdóttir 7, Guðrún Ósk Ámundadóttir 5/8 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 2, Dýrfinna Arnardóttir 2, Þóra Kristín Jónsdóttir 2/5 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 2/8 fráköst, Magdalena Gísladóttir 0, Auður Íris Ólafsdóttir 0/6 fráköst/5 stoðsendingar, Anna Lóa Óskarsdóttir 0.

 

Dómarar: Jón Bender, Eggert Þór Aðalsteinsson

 

Viðureign: Keflavík 1-0 Haukar

Fréttir
- Auglýsing -