spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaFyrrum þjálfari Þór Akureyri gerir lið sitt að búlgörskum meisturum

Fyrrum þjálfari Þór Akureyri gerir lið sitt að búlgörskum meisturum

Balkan Botevgrad varð búlgaskur meistari á dögnum eftir 2-1 sigur í úrslitaeinvígi deildarinnar á Levski Lukoil. Það sem fréttnæmt þykir við þær fregnir er að mikill Íslandsvinur stýrir liðinu.

Þjálfari liðsins er hinn serbneski Nebojsa Vidic sem þjálfaði lið Þórs Akureyrar veturinn 2011-2012. Nebojsa er gríðarlega öflugur þjálfari og er mörgum kunnugur hér á landi, en auk þess að þjálfa Þór hefur hann þjálfað í körfuknattleiksbúðum KFÍ/Vestra.

Þetta var í fimmta sinn sem Balkan Botevgrad varð meistari en þrjátíu ár eru frá síðasta meistaratitli félagsins. Balkan lék einnig í Europe Cup á nýliðinni leiktíð og komst í átta liða úrslit í keppninni.

Titillinn var síðasta verk Vidic í Balkan en hann sagði starfi sínu lausu eftir tímabilið í Búlgaríu.

Fréttir
- Auglýsing -