spot_img
HomeFréttirFyrrum NBA leikmaður til liðs við Banvit BC

Fyrrum NBA leikmaður til liðs við Banvit BC

11:40

{mosimage}

Banvit BC sem KR-ingar mæta í EuroCup Evrópukeppni FIBA hafa heldur betur styrkt sig fyrir átökin næstkomandi þriðjudag.  Donnell Harvey sem leikið hefur með fjölmörgum NBA liðum og einnig grísku liði áður en hann samdi við Tyrkina.

Donnell Harvey lék með Flórida háskólanum áður en hann var valinn í fyrstu umferð í NBA af New York Knicks númer 22 í fyrstu umferð árið 2000.  Hann skipti yfir í Dallas Mavericks 2000-2001 og lék með þeim 18 leiki.  Hann samdi uppá tvær milljónir dollara við Denver Nuggets árið 2001 en lék tímabilið 2001-2002 18 leiki með Dallas. 

Tímabilið 2002-2003 lék hann með Denver Nuggets og lék hann 77 leiki með þeim, skoraði 7.9 stig að meðaltali í leik og tók 5.3 fráköst að meðaltali.  Árið eftir lék Donnell með Orlando Magic í byrjun en í desember var honum skipt yfir í Phoenix Suns.  Atlanta Hawks sömdu við kappann en hann lék ekkert með þeim árið 2004-2005 en hann spilaði þrjá leiki með New Jersey Nets í febrúar 2005.

2005-2006 samdi Donnell við Panionios Athens frá Grikklandi en þeir leika í ULEB(Meistaradeildinni), hann skoraði 13.3. stig í leik, tók 6.5 fráköst í 12 leikjum.  Í fyrra samdi Donnell Harvey við Besiktas Cola Turka Istanbul og skoraði hann 16.5 stig og tók 5.5. fráköst að meðaltali í leik.

Núna í sumar hefur hann verið í Sumardeild NBA með San Antonio en það voru Utah Jazz sem sömdu við hann um undirbúningstímabilið.  

Donnell Harvey samdi svo á dögunum við Banvit BC frá Tyrklandi og hefur hann leikið einn leik með þeim, hann skoraði 19 stig og tók 11 fráköst í tapleik liðsins.

Lið Banvit BC frá Tyrklandi hafa yfir miklum fjármunum að ráða og eru gríðarlega sterkir leikmenn í liði þeirra.  Til að mynda voru tveir leikmenn valdir í Stjörnuleik Evrópukeppninnar í fyrra EuroCup úr liðinu en þeir leika ekki með þeim í dag.  Þeir eru Marque Perry sem var með 21.2 stig að meðaltali í keppninni í fyrra og Bekir Yarangume sem skoraði 12 stig að meðaltali og tók 2.3. fráköst. 

www.kr.is/karfa

Mynd: www.nba.com

 

Fréttir
- Auglýsing -