spot_img
HomeFréttirFyrrum leikmaðurinn Erna Rún er nú mætt á NM sem aðstoðarþjálfari "Þessar...

Fyrrum leikmaðurinn Erna Rún er nú mætt á NM sem aðstoðarþjálfari “Þessar stelpur sem við erum með núna, eru miklu betri heldur en við vorum”

Norðurlandamót yngri landsliða er nú haldið í fimmta skipti í Kisakallio í Finnlandi. Þar kepptu undir 16 ára lið stúlkna og drengja dagana 1.-5. ágúst á meðan að undir 18 ára liðin keppa nú 16.-20. ágúst.

Eðli málsins samkvæmt er mikið af leikmönnum sem fara með landsliðinu á Norðurlandamót í fleira en eitt skipti, þar sem að yngri flokkurinn, undir 16 ára, er einn árgangur, en svo eru undir 18 ára liðin tveir árgangar saman, eldri og yngri.

Einnig er það þekkt að fyrrum leikmenn mæti á mótið í nýjum hlutverkum, líkt og aðstoðarþjálfari undir 18 ára liðs stúlkna þetta árið Erna Rún Magnúsdóttir. Hún fór í tvígang á mótið með sínum árgang í upphafi aldarinnar, en þá var mótið haldið í Solna í Svíþjóð.

Fyrir nokkru var tekin sú ákvörðun að fjölga í þjálfarateymum yngri landsliða. Áður höfðu verið tveir þjálfarar, en nú eru þar þrír þjálfarar. Með undir 18 ára liði stúlkna eru ásamt aðalþjálfara liðsins Sævaldi Bjarnasyni þau Erna Rún og Hákon Hjartarson.

Karfan ræddi við Ernu Rún um starf aðstoðarþjálfarans, hvað sé hægt að fara með til baka í félagið og muninn á því liði sem hún spilaði með og liðinu í dag.

Fréttir
- Auglýsing -