spot_img
HomeFréttirFyrrum leikmaður KR semur við Val

Fyrrum leikmaður KR semur við Val

Topplið Vals hefur samkvæmt heimildum Körfunnar samið við Justas Tamulis fyrir yfirstandandi tímabil í Subway deild karla.

Justas er 29 ára bakvörður frá Litháen sem síðast lék fyrir Jonavos í heimalandinu. Ferill hans er nokkuð langur, en síðan árið 2010 hefur hann leikið fyrir félög í Litháen, Rúmeníu, á Spáni og á Íslandi, en á síðasta tímabili lék hann fyrir KR í Subway deildinni. Þá skilaði hann 16 stigum, 4 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Fréttir
- Auglýsing -