Nýliðar Ármanns hafa samið við Lagio Grantsaan fyrir yfirstandandi tímabil í Bónus deild karla, en hann mun leika sinn fyrsta leik fyrir liðið gegn Keflavík í fjórðu umferðinni.
Lagio er 28 ára gamall 203 cm hollenskur framherji/miðherji með reynslu frá Hollandi, Danmörku, Króatíu, Íslandi og úr bandaríska háskólaboltanum. Lagio ætti að vera áhangendum íslensku deildarinnar kunnur, en á síðasta tímabili lék hann fyrir Grindavík. Þá skilaði hann 11 stigum og 5 fráköstum að meðaltali í leik.



