spot_img
HomeFréttirFyrrum landsliðsþjálfari Króatíu tekur við Snæfell

Fyrrum landsliðsþjálfari Króatíu tekur við Snæfell

Snæfell hefur gengið frá ráðningu á nýjum þjálfurum fyrir meistaraflokka félagsins á næstu leiktíð. Eins og komið hefur fram tók Ingi Þór Steinþórsson við liði KR í Dominos deild karla og yfirgefur því Snæfell eftir níu ára veru. 

 

Króatinn Vladimir Ivankovic hefur verið ráðinn aðalþjálfari meistaraflokks karla en hann hefur þjálfað í Króatíu, Serbíu, Þýskalandi og Rúmeníu svo dæmi séu tekin. Hann á að baki nokkra titla á þessum stöðum og þjálfað gríðarlega sterka leikmenn. Ivankovic þjálfaði lið í Euroleague kvenna auk þess að vera landsliðsþjálfari A-landsliðs kvenna hjá Króatíu. 

 

Honum til aðstoðar verður hinn síungi Darrell Flake sem verður spilandi aðstoðarþjálfari. Flake ættu allir körfuknattleiksáhugamenn að þekkja en hann hefur komð víða við. Síðast var hann hjá Skallagrím en hefur einnig leikið meðal annars með Tindastól, Fjölni, Grindavík og Þór Þ. 

 

Snæfell sendi frá sér tilkynningu fyrr í kvöld þar sem þetta kom fram og margt annað. Í tilkynningunni segir m.a.: „Eins og þið sjáið að þá er áfram sem hingað til gríðarlegur metnaður í öllum okkar störfum og við ætlum okkur áfram að vera í hópi þeirra bestu – þar vilja Snæfellingar vera“

 

 

Fréttir
- Auglýsing -