spot_img
HomeFréttirFyrrum fernudrottning Hauka ráðin þjálfari Wyoming

Fyrrum fernudrottning Hauka ráðin þjálfari Wyoming

Heather Ezell, fyrrum leikmaður Haukar, var í gær ráðin þjálfari körfuboltaliðs kvenna hjá Wyoming háskólanum sem spilar í efstu deild háskólaboltans í Bandaríkjunum.

Heather átti frábært tímabil hér á landi er hún spilaði með Haukum veturinn 2009 til 2010, sem var einnig hennar eina tímabil í atvinnumennskunni. Það er óhætt að segja að hún hafi byrjað tímabilið sterkt en í sínum fyrsta leik í Fyrirtækjabikarnum sáluga endaði hún með fernu, eða 24 stig, 13 fráköst, 10 stoðsendingar og 10 stolna bolta. Í desember var hún svo valin besti leikmaður Stjörnuleiks kvenna eftir að hafa endað með 29 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar í sigri síns liðs.

Hún var einnig algjör lykilmaður í bikarmeistarasigri Hauka á móti Keflavík í janúar 2010 þar sem hún var með fyrstu þrennuna í sögu bikarúrslitana, 25 stig, 15 fráköst og 11 stoðsendingar.

Ekki var Heather síðri í Úrvalsdeildinni en hún leiddi hana bæði í stigum og stolnum boltum og var valin besti leikmaður seinni hluta tímabilsins ásamt því að vera valin besti erlendi leikmaður deildarinnar. Þann 9. janúar 2010 náði hún þriðju fernunni í sögu Úrvalsdeildarinnar er hún var með 25 stig, 15 fráköst, 11 stoðsendingar og 10 stolna bolta í sigri á Val. En þrátt fyrir frábæra frammistöðu á tímabilinu lauk því með að Haukar töpuðu fyrir verðandi Íslandsmeisturum KR í undanúrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn.

Eftir að tímabilinu lauk hér á landi reyndi hún fyrir sér hjá nokkrum WNBA liðum en komst ekki að. Um haustið hófst svo þjálfaraferill hennar er hún var ráðin aðstoðarþjálfari hjá Farfield háskólanum en árið eftir tók hún við aðstoðarþjálfarastöðu hjá Southeast Missouri State háskólanum þar sem hún var í fjögur ár. Haustið 2015 var Heather svo ráðin til Wyoming þar sem hún hefur verið aðstoðarþjálfari undanfarin sjö tímabil. Þess má geta að tímabilið 2020-2021 lék Dagný Lísa Davíðsdóttir, núverandi leikmaður Fjölnis, með Wyoming en liðið varð meistari í Mountain West riðlinum vorið 2021 með þær tvær innanborðs.

7 daga prufa fylgir öllum nýjum áskriftum ESPN Player með því að skrá sig hér

• ESPN spilarinn mun sýna 67 leiki beint í Marsfárinu, þar með talið Final Four og úrslitaleikinn
• Þú getur stillt inn með því að gerast áskrifandi hér
• Nýjar áskriftir hafa 7 daga prufutímabil
• Spilarinn er aðeins til með ensku viðmóti
• Skilmálar gilda

Fréttir
- Auglýsing -