spot_img
HomeFréttirFyrrum félagi Jóns Arnórs fer til risanna í Maccabi Tel Aviv

Fyrrum félagi Jóns Arnórs fer til risanna í Maccabi Tel Aviv

Kraftframherjinn Richard Hendrix sem var frábær í vetur með Granada á Spáni hefur yfirgefið félagið og leikur á næstu leiktíð í Ísrael með fjórföldum Evrópumeisturum Maccabi Tel Aviv. Hendrix sem var kjörinn nýliði ársins en hann var sjötti í deildinni yfir framlag.
Þar með er augljóst að Jón Arnór og félagar í Granada missa einn sterkasta leikmann liðsins en Hendrix var frábær á síðustu leiktíð. Stór og sterkur strákur sem var óstöðvandi inni í teig.
 
Hann er einn fjögurra nýrra leikmanna hjá Maccabi en áður hafa þeir Tal Burstein, Elishay Kadir og Jeff Foote gengið til liðs við Maccabi Tel Aviv.
 

Mynd: Tröllið Hendrix leikur í meistaradeildinni á næstu leiktíð
Fréttir
- Auglýsing -