spot_img
HomeFréttirFyrri viðureignir Grindavíkur og Stjörnunnar á tímabilinu

Fyrri viðureignir Grindavíkur og Stjörnunnar á tímabilinu

Grindavík og Stjarnan hefja sína undanúrslitarimmu í kvöld í Iceland Express deild karla. Leikurinn hefst kl. 19:15 og því ekki úr vegi að líta aðeins á fyrri viðureignir liðanna þetta tímabilið. Liðin mættust ekki í Lengjubikarnum og ekki heldur í Poweradebikarnum svo aðeins er um tvo deildarleiki að ræða og Grindavík vann þá báða.
Leikur 1 – 12. janúar 2012
Stjarnan 67-75 Grindavík
Watson gerði 19 stig í þessum leik fyrir Grindavík og Pettinella var þá ekki kominn við sögu. Jovan var meiddur í liði Stjörnunnar en Lindmets kominn í búning, Justin var stigahæstur Garðbæinga með 15 stig í þessum leik.
 
Leikur 2 – 22. mars 2012
Grindavík 89-80 Stjarnan
Allir klárir í bátana, Pettinella í búning sem og Jovan. Watson aftur stigahæstur hjá Grindavík og nú með 24 stig en hjá Stjörnunni var Renato Lindmets með 24.
 
Stjarnan hefur því enn ekki unnið leik gegn Grindavík þetta tímabilið en liðin mættust í 8-liða úrslitum á síðustu leiktíð þar sem Stjarnan sendi gula í sumarfrí og spilaði svo til úrslita gegn KR.
 
Ef við skoðum tölur liðanna þá sjáum við að Grindvíkingar eru að skora 89,7 stig að meðaltali í leik í 24 leikjum á Íslandsmótinu en fá á sig 78,5 stig að meðaltali í leik. Að sama skapi eru Stjörnumenn að gera 87,8 stig að meðaltali í leik og fá á sig 82,7 stig í 25 mótsleikjum.
  
Fréttir
- Auglýsing -