spot_img
HomeFréttirFyrri leikir: Grindavík-Þór Þorlákshöfn

Fyrri leikir: Grindavík-Þór Þorlákshöfn

Lokaspretturinn í Iceland Express deild karla hefst í kvöld og þá er ekki úr vegi að rýna aðeins í fyrri viðureignir þessara liða á tímabilinu, leikjum eins og margir segja að skipti ekki nokkru máli þegar hingað er komið.
Leikur 1: Lengjubikarinn
Grindavík 80-66 Þór Þorlákshöfn
Páll Axel Vilbergsson meiddist í þessum leik og var töluvert frá í liði Grindavíkur eftir þetta. Fagnaði þó í borgaralegum klæðum með gulum þegar þeir urðu Lengjubikarmeistarar. Ringgold og Latinovic voru hér í liði Þórs og Pettinella ekki kominn til liðs við Grindavík.
 
Leikur 2: Íslandsmótið
Grindavík 76-80 Þór Þorlákshöfn
Nýliðar Þórs verða fyrstir liða til að vinna Grindavík á Íslandsmótinu. Sama lið í gangi og í Lengjubikarnum og ekki búið að skipta út þeim Ringgold og Latinovic. Pettinella enn ekki kominn til Grindavíkur sem lék án Páls Axels vegna meiðsla.
 
Leikur 3: Íslandsmótið
Þór Þorlákshöfn 79-69 Grindavík
Matthew Hairston var hér með Þór en meiðsli hans kölluðu á nýjan leikmann, Joseph Henley eins og flestum er kunnugt. Liðin hafa því ekki mæst í núverandi mynd og á listann hefur bæst Ólafur Ólafsson sem verður ekki með Grindavík í úrslitunum vegna meiðsla.
 
Þór vann því báða leikina á Íslandsmótinu en Grindavík vann leikinn í Lengjubikarnum. Ný keppni er hafin, keppni um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn og vísast má alveg kasta því fram að fyrri leikir hafi ekkert að segja en við sem teljum nú niður klukkutímana og mínúturnar verðum að ylja okkur við eldri staðreyndir uns Kristinn Óskarsson og Rögnvaldur Hreiðarsson flauta leikinn í gang í kvöld.
 
Byrjunarliðin eru mögulega eitthvað á þessa leið í úrslitaseríunni:
 
Grindavík: Giordan Watson, Þorleifur Ólafsson, Jóhann Árni Ólafsson, J´Nathan Bullock og Sigurður Gunnar Þorsteinsson.
 
Þór Þorlákshöfn: Darrin Govens, Guðmundur Jónsson, Darri Hilmarsson, Blagoj Janev og Grétar Ingi Erlendsson.
 
Úrslit 2012 – Iceland Express deild karla
Leikur 1 – Röstin í Grindavík kl. 19:15 í kvöld
Röstin tekur um 1000 manns og þá er troðið – mætið tímanlega!
  
Fréttir
- Auglýsing -