spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaFyrirliðinn semur í Smáranum

Fyrirliðinn semur í Smáranum

Veigar Elí Grétarsson fyrirliði Breiðabliks hefur framlengt samning sinn og mun því leika með liðinu á komandi tímabili í fyrstu deild karla.

Veigar Elí er uppalinn Bliki sem samkvæmt tilkynningu brennur fyrir félagið sitt innan og utan vallar. Tók hann að sér hlutverk fyrirliða síðasta vetur og fór fyrir liði sínu með báráttu, dugnaði og góðu fordæmi. Þá hefur hann þróað sig áfram sem þjálfari á síðustu árum og er ört vaxandi á þeim herstöðvum. Ásamt því að spila mun hann taka við þjálfun 8. flokks hjá félaginu.

Fréttir
- Auglýsing -