spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaFylkir og Valur í eina sæng

Fylkir og Valur í eina sæng

Valur og Fylkir tilkynntu samstarf á komandi tímabili í tilkynningu í dag.

Samkvæmt tilkynningu munu liðin sameinast um lið í 2. deild karla, þar sem ungir leikmenn fá tækifæri til að spila og þroskast í samkeppnishæfu umhverfi. Auk þess munu nokkrir ungir leikmenn frá Val venslast til Fylkis og styrkja hópinn í 1. deild.

„Þetta samstarf mun gagnast báðum liðum í þróun ungra íslenskra leikmanna. Við hlökkum til að vinna með Fylki,“ segir Finnur frá Val.

„Það er spennandi að tengjast einu besta liði landsins. Það var frábært að sjá Fylki vinna 2. deildina á síðasta tímabili og framtíðin með Val lítur sannarlega spennandi út,“ segir David Patchell, yfirþjálfari körfuknattleiksdeildar Fylkis.

Fréttir
- Auglýsing -